JAFNRÉTTISSTOFA
Þú átt von

Þú átt VON; vitundarvakning um heimilisofbeldi. Í henni er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að finna það úrræði sem hentar best.
Gerð voru 5 myndbönd með viðtölum við raunverlega þolendur heimilisofbeldis en eitt myndbandið byggir á frásögn geranda.

Leikstjórn - Álfheiður Marta
Framleiðsla - Chanel Björk
Yfirframleiðandi - Steinarr Logi Nesheim
DOP - Ásgrímur Guðbjartsson
AC - Guðjón Hrafn Guðmundsson
Gaffer - Viktor Orri Andersen
Leikmynd - Helga Lilja Magnúsdóttir
PA - Stefán Atli Sigtryggsson
PA & ljósmyndari - Atli Freyr Steinsson
Klipping - Lína Thoroddsen & Álfheiður Marta
Litaleiðrétting - Árni Gestur Sigfússon
Tónlist - Eðvarð Egilsson

https://www.ennemm.is/verkin/jafnrettisstofa-thu-att-von

* Verkefnið var tilnefnt til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokki almannaheillaauglýsinga 2018.

Birna.

Þegar konur verða þungaðar er algengt að heimilisofbeldi hefjist eða aukist. Það kom fyrir Birnu. Hún bjó með ofbeldisfullum maka í mörg ár. Í myndbandinu segir hún sögu sína og hvernig hún kom út úr sambandi og byrjaði nýtt líf með börnum sínum. Það er alltaf von um betra líf án ofbeldis.

Anna.

Anna flutti til Íslands til að búa með íslenskum maka. Hann kom ekki vel fram við hana og beitti hana meðal annars ofbeldi, andlegu og líkamlegu. Eftir nokkurra ára búsetu á Íslandi leitaði hún aðstoðar og fór frá maka sínum og hóf nýtt líf með börnum sínum með hjálp Kvennaathvarfs og ýmissa sérfræðinga.

Tómas.

Hvað geta þau gert sem beita sína nánustu ofbeldi? Tómas er ekki til í raun en frásögn hans er byggð á viðtölum við gerendur í heimilisofbeldismálum. Það er hægt að finna lausn sinna mála þegar einstaklingur beitir ofbeldi. Fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin og leita sér hjálpar.

Jóhanna.

Jóhanna er íslensk, fötluð kona sem hefur upplifað mikið ofbeldi. Fatlaðar konur eru miklu líklegri en ófatlaðar konur til upplifa ofbeldi, bæði heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Jóhanna hefur leitað mikið til Bjarkarhlíðar og Stígamóta til að vinna úr því ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir. Jóhanna deilir sögu sinni og segir frá þeim leiðum sem hægt er að velja til að leita sér aðstoðar. https://www.jafnretti.is/von

Previous
Previous

MS Milk

Next
Next

Smáralind